BRÚÐKAUP
Þegar um brúðkaup er að ræða er best að hafa samband við okkur í tölvupósti eða síma og við hönnum matseðil eftir óskum hvers viðskiptavinar. Við bjóðum upp á ýmsa möguleika og útfærslur, annað hvort komum við á staðinn og eldum eða bjóðum fólki að sækja til okkar veitingar eða keyrum á staðinn og berum fram. Við bjóðum upp á ýmsar tegundir af mat og matseðlarnir taka alltaf mið af óskum viðskiptavinarins. Við höfum t.d. haldið ítalska veislu og mexíkóska tacoveislu fyrir brúðkaup.
Hafið endilega samband ef þið eruð að undirbúa stóra veislu og við ræðum ykkar óskir og möguleika á útfærslum.
BRÚÐKAUPSTERTUSMAKK
Við bjóðum brúðhjónum að koma til okkar í brúðkauptertusmakk.
Innifalið er 4-6 mismunandi kökusneiðar, tvö freyðivínsglös eða kaffi, og ráðgjöf varðandi val á brúðkaupstertu sé þess óskað.
Hafið samband til þess að bóka.
Verð 10.000 kr. (Upphæðin gildir upp í pöntun á köku ef pöntuð er kaka sem kostar meira en 50.000 kr.)
