top of page

KÖKUR

Allar okkar kökur eru bakaðar eftir pöntun úr úrvalshráefnum, án allra gervibragðefna. Kökurnar koma fallega skreyttar í einföldum stíl, en við tökum einnig á móti séróskum varðandi skreytingar. Sjá upplýsingar um séróskir og aðrar kökustærðir neðst á síðunni.

Kökupantanir sendist á ketilkaffi@ketilkaffi.is

BÓNDADAGSKAKA

Tiramisukaka.

Japönsk mjólkurkaka með kaffi og kaffilíkjör, mascarponekrem, ítalskt kaffikrem, kakó og súkkulaðispænir.

7.990 (6-8 sneiðar)

Pantið fyrir 22. janúar

BFBC8626-CCC3-48BC-9E42-C992234AF36D.jpg

SÍTRÓNUKAKA

Okkar klassíska sítrónukaka gerð úr ferskum sítrónum, ólífuolíu og limoncello.

Toppuð með sætum sítrónurjóma.

6-8 SNEIÐAR 6990

12 SNEIÐAR 11990

ÁSTARALDIN- OG HINDBERJAKAKA

Japönsk mjólkurkaka með pistasíum, ástaraldincurd, ítalskt vanillusmjörkrem og fersk hindber.

6-8 SNEIÐAR 9990

12 SNEIÐAR 14990

20 SNEIÐAR 23990

KARAMELLUKAKA

Japönsk mjólkurkaka, saltkaramella og ítalskt smjörkrem með brúnuðu

smjöri.

6-8 SNEIÐAR 9990

12 SNEIÐAR 14990

20 SNEIÐAR 23990

PAVLOVA MEÐ ÁSTARALDINCURDI

Pavlova með ástaraldincurdi, vanillurjóma og ferskum ávöxtum og berjum.

6-8 SNEIÐAR 7990

12 SNEIÐAR 12990

20 SNEIÐAR 19990

SÍTRÓNUKAKA MEÐ ÍTÖLSKUM MARENGS

Okkar klassíska sítrónukaka, sítrónucurd, sítrónurjómi, hjúpuð með brúnuðum

ítölskum marengs.

6-8 SNEIÐAR 9990

12 SNEIÐAR 14990

20 SNEIÐAR 23990

SÚKKULAÐITERTA

Mjúk og djúsí súkkulaðiterta með frönsku súkkulaðikremi

og jarðaberjum

6-8 SNEIÐAR 7990

12 SNEIÐAR 12990

20 SNEIÐAR 19990

GULRÓTARKAKA

Klassísk gulrótarkaka með passlegri sætu og góðu kryddbragði. Rjómaostakrem.

6-8 SNEIÐAR 9990

12 SNEIÐAR 14990

20 SNEIÐAR 23990

Allar kökur þarf að panta með a.m.k. tveggja daga fyrirvara (virkir dagar). Stundum höfum við tök á að baka köku ef fyrirvarinn er styttri, þá er best að hafa samband.

Ef um er að ræða stórar sérpantaðar kökur með flóknum skreytingum, t.d. brúðkaupstertur, þarf a.m.k. tveggja vikna fyrirvara.

 

Stærðir og sérpantanir

Við bökum kökur fyrir öll tilefni. Hér að ofan eru okkar hefðbundnu stærðir, en við bökum einnig stærri kökur á mörgum hæðum, eftir óskum hvers viðskiptavinar, t.d. brúðkaupstertur eða fermingartertur. Hafið samband ef þið hafið áhuga á að panta stærri kökur. Athugið að stærðirnar á kökunum miða við hefðbundnar stærðir á sneiðum. Ef kökurnar verða á veisluborði með ýmsum öðrum veitingum er gott að miða við að kakan dugi fyrir fleiri þar sem þá tekur fólk oft minni sneiðar.

 

Skreytingar

Allar okkar kökur eru bakaðar eftir pöntun úr úrvalshráefnum. Kökurnar koma fallega skreyttar í einföldum stíl. Við tökum einnig á móti séróskum varðandi skreytingar, áletrun á köku og lit á kremi. Athugið að auka kostnaður getur fallið til þegar um flóknar séróskir er að ræða, en það er eitthvað sem þarf að ræða í hverju tilfelli fyrir sig og verðið er alltaf ákveðið fyrirfram í samráði við hvern viðskiptavin. Einfaldar séróskir og áletrun sem ekki taka mikinn auka tíma eru innifaldar í uppgefnu verði.

 

Brúðkaupstertusmakk

Við bjóðum brúðhjónum að koma til okkar í brúðkauptertusmakk.

Innifalið er 4-6 mismunandi kökusneiðar, tvö freyðivínsglös eða kaffi, og ráðgjöf varðandi val á brúðkaupstertu sé þess óskað.

Hafið samband til þess að bóka.

 

Verð 10.000 kr. (Upphæðin gildir upp í pöntun á köku ef pöntuð er kaka sem kostar meira en 50.000 kr.)

Heimsendingarþjónusta

Við bjóðum heimsendingu innan Akureyrar og kostar það 3000 kr.

bottom of page